Þögn í­ hálft ár

Það gæti orðið áhugavert verkefni að taka saman lista með loforðum einstakra frambjóðenda Samfylkingarinnar fyrir sí­ðustu þingkosningar og bera hann saman við gjörðir þeirra eftir að þeir settust á þing. Einn frambjóðandi Samfylkingarinnar sagði það verða hans fyrsta verk þegar hann myndi setjast á þing að leggja fram þingsályktunartillögu um afnám veggjalds í­ Hvalfjarðargöngum. í sex mánuði sat hann á þingi áður en tillögur komu frá stjórnarandstöðuflokkum um afnám gjaldsins. í grein í­ Skessuhorni í­ dag harmar hann að þeir þingmenn sem lögðu fram tillögurnar skyldu ekki hafa haft samráð við sig áður en þeir gerðu það. Nú er ég forvitinn að vita hvort ástæða þess að tillagan hafi ekki komið strax fram hjá þingmanninum sé sú að hann hafi verið að reyna afla henni stuðnings meðal þingmanna Norðvesturkjördæmis? Ef ekki þá er ég nokkuð viss um að erfitt verði að treysta loforðum hans að fjórum árum liðnum.