„Sæll Eggert,
Til hamingju með próflokin – þú hefur lagt „kúrs dauðans“ að baki.“
Einkunn kom í hús seinnipartinn í gær, klukkutíma eftir síðasta munnlega prófið. Valdimar á skilið viðurkenningu fyrir hröð vinnubrögð. Margir kennarar mættu taka hann sér til fyrirmyndar.
En hann talar sjálfur um „kúrs dauðans“ og er það svo sannarlega réttnefni. 3571 blaðsíður af greinum og bókum, 923 blaðsíður af glósum, skil á 3-5 blaðsíðna skriflegri greinagerð vikulega um lesefnið þá vikuna, framsaga á einni etnógrafíu og þremur öðrum ítarefnisgreinum, skriflegt próf og munnlegt próf að baki. Jamm, þetta var eitt 5 eininga námskeið og ég þarf aldrei, aldrei, aldrei að ganga í gegn um þetta aftur því ég er frjáls…