Meðfylgjandi frétt var til umræðu meðal þjóðfræðinga og þjóðfræðinema á föstudaginn. Hún birtist þann dag í Morgunblaðinu og er ég samkvæmt henni að fást við neftóbaksfræði (og hér er líklega verið að meina að fagið sé ekki háskólafag). Ég sem hélt að þjóðfræðin hefði nú þegar öðlast sess í þekkingarsamfélagi nútímans enda kennd á háskólastigi víða um heim og um hana er fjallað á vettvangi menningarfræða. Það mætti hins vegar alveg fjalla meira um fagið enda ósjaldan sem þjóðfræðinemi eða þjóðfræðingur þarf að svara fyrir hvað hann sé nú að fást við sem slíkur.