Ég er hér

Ég er kominn í­ samband við umheiminn eftir rúmlega 2000 km ferðalag. Á lestarstöðinni tók nemendamentorinn minn á móti mér. Mér þótti það nokkuð skondið en svo virtist vera sem ég rataði betur um hverfið. En allvega þá kem ég til með að búa næstu mánuðina í­ litlu herbergi við Hælisveg í­ írósum. Við fyrstu kynni kemur herbergið sæmilega fyrir sjónir. Mig grunar reyndar að stóri glugginn fyrir ofan rúmið mitt geti pirrað mig eitthvað seinna meir. Til að byrja með skulum við bara vona að hann haldi vatni. Ég hef morgundaginn til að jafna mig aðeins eftir ferðalagið en svo byrjar skólinn.