Það sem þessir Svíar og Danir geta tekið upp á í endalausum hrepparíg. Sem betur fer eru þessir nágrannar hættir að slást á sveitaböllum, eða úr því hefur allavega dregið mjög á seinni árum. í fyrra deildu frændurnir um það hvort Kaupmannahöfn eða Stokkhólmur væru höfuðborg Skandínavíu og í ár þráttað um húsgögn. Danir ásaka nágranna sína um að beita sig andlegu ofbeldi og jafnvel tala þeir um nútíma hryðjuverk. Og hvað er það sem er svona hræðilegt? Jú, nafngiftir IKEA. Nöfn á framleiðsluvörum IKEA eru ákveðin af Svíum, bara Svíum og má vera að einhver fámenn klíka í húsgagnanafnanefndinni hafi gaman að því að níðast á Dönum. Þeim síðarnefndu svíður nefnilega að horfa upp á glæsilegri húsgögn nefnd eftir stöðum í Svíþjóð, Noregi og Finnlandi, s.s. þægindasófa og stóla. Og hvað fá Danir? Jú þeir fá klósettsetur, gólfmottur og gólfundirlag.