Ég mæli með ágætum fundi sem Samvinnufélagið stendur fyrir næsta mánudag kl. 12:15-13:00. Fundurinn verður haldinn í stofu 207 í Aðalbyggingu Háskóla íslands og verður gestur fundarins Helga Sigrún Harðardóttir, framkvæmdastjóri þingflokks Framsóknarflokksins. Hún ætlar að fjalla um það hvernig miðjustefna birtist í íslenskum stjórnmálum nú um stundir. Þegar Helga hefur lokið erindi sínu verður opnað fyrir spurningar. Að sjálfsögðu er fundurinn er öllum opinn.