Ég hef áður tjáð mig á þessum vettvangi um lög um helgidagafrið og er enn sömu skoðunar. Lög þar sem kveðið er á um að bannað sé að trufla helgihald eiga rétt á sér, en öllu furðulegri eru lög þar sem kveðið er á um hvað má gera og hvað ekki á helgidögum. Ég spilaði reyndar ekki ólöglegt bingó í dag heldur sat við skriftir. Ég efast um að það sé ólöglegt annarsstaðar en á íslandi að spila bingó í dag. Danir loka þó verslunum í dag og fylgja þannig sama sið og við íslendingar. Þegar ég fór í búðina rétt fyrir lokun á miðvikudag kepptust Danirnir við að byrgja sig upp af bjór til þess að þrauka þessa tvo frídaga. Annars furða sig margir skiptinemar hér á þessum helgidagafríum Dana þar sem þeir eru alls ekki sérstaklega trúaðir. Meira að segja ítalarnir og Pólverjarnir segja mér að hjá þeim séu verslanir opnar í dag og í gær. Merkilegt ef satt er.