Bókin betri

Mýrina í­ gær með nokkrum velvöldum þjóðfræðiplebbum. Samkvæmt dagblaðagagnrýni sem ég hef reyndar ekki lesið er myndin búin að fá fullt af stjörnum. Ég bjóst hins vegar allt eins við því­ að verða fyrir vonbrigðum, rétt eins og ég varð ofboðslega fúll eftir að hafa horft á Da Vinci Code. Mýrin er allt öðruví­si. Baltasar tekst mjög vel að færa bókmennaverkið yfir á hví­ta tjaldið. í myndinni er fullt af sér í­slenskum húmor og tilví­sunum sem aðrir fatta lí­klega ekki. í morgun sá ég nokkur brot úr 101 Reykjaví­k sem var í­ gangi heima. Rosalegar framfarir hafa orðið í­ í­slenskri kvikmyndagerð á stuttum tí­ma. Það er hins vegar spurning hvort það sé þess virði að borga 1200 kr. inn á hana?

Konungsbók, næsta bók Arnaldar fer að koma út og fjallar um í­slenskufræðing í­ Kaupmannahöfn sem lendir í­ hættulegri ferð um Evrópu. Hmm… held að ég hafi lesið tvær bækur í­ fyrra um fræðimann sem kemst að einhverju rosalega merkilegu og lendir í­ háskaför í­ kjölfarið, Da Vici Code og Við enda hringsins. Er núna að lesa Belladonnaskjalið og hana virðist vera hægt að setja í­ flokk með þessum bókum við fyrstu sýn.