Sá Mýrina í gær með nokkrum velvöldum þjóðfræðiplebbum. Samkvæmt dagblaðagagnrýni sem ég hef reyndar ekki lesið er myndin búin að fá fullt af stjörnum. Ég bjóst hins vegar allt eins við því að verða fyrir vonbrigðum, rétt eins og ég varð ofboðslega fúll eftir að hafa horft á Da Vinci Code. Mýrin er allt öðruvísi. Baltasar tekst mjög vel að færa bókmennaverkið yfir á hvíta tjaldið. í myndinni er fullt af sér íslenskum húmor og tilvísunum sem aðrir fatta líklega ekki. í morgun sá ég nokkur brot úr 101 Reykjavík sem var í gangi heima. Rosalegar framfarir hafa orðið í íslenskri kvikmyndagerð á stuttum tíma. Það er hins vegar spurning hvort það sé þess virði að borga 1200 kr. inn á hana?
Konungsbók, næsta bók Arnaldar fer að koma út og fjallar um íslenskufræðing í Kaupmannahöfn sem lendir í hættulegri ferð um Evrópu. Hmm… held að ég hafi lesið tvær bækur í fyrra um fræðimann sem kemst að einhverju rosalega merkilegu og lendir í háskaför í kjölfarið, Da Vici Code og Við enda hringsins. Er núna að lesa Belladonnaskjalið og hana virðist vera hægt að setja í flokk með þessum bókum við fyrstu sýn.