Mér hefur fundist stefna Sjálfstæðisflokksins í heilbrigðismálum vera nokkuð skýr og þá er ég að tala um stefnuna sem samþykkt var á síðasta flokksþingi. En það má víst misskilja allt saman. ísta Möller segir í grein í Morgunblaðinu í morgun að Stjórnmálaályktun landsfundar Sjálfstæðisflokksins sem ég las fyrir ári síðan sé bara bölvuð vitleysa. Hún segir:
Hvergi í landsfundarályktun um velferðarmál, né í stjórnmálaályktun má finna tilvísun í að Sjálfstæðisflokkurinn vilji einkavæða heilbrigðiskerfið.
Sem betur fer eru ályktanir flokksins aðgengilegar á netinu. Þar segir nefnilega:
Stefna flokksins í heilbrigðismálum er alls ekki skýr lengur í mínum huga. Er nema von að maður misskilji hlutina þegar þingmenn Flokksins segja eitt en samþykkt stefna annað?