Til minnis

Mér hefur fundist stefna Sjálfstæðisflokksins í­ heilbrigðismálum vera nokkuð skýr og þá er ég að tala um stefnuna sem samþykkt var á sí­ðasta flokksþingi. En það má ví­st misskilja allt saman. ísta Möller segir í­ grein í­ Morgunblaðinu í­ morgun að Stjórnmálaályktun landsfundar Sjálfstæðisflokksins sem ég las fyrir ári sí­ðan sé bara bölvuð vitleysa. Hún segir:

Hvergi í­ landsfundarályktun um velferðarmál, né í­ stjórnmálaályktun má finna tilví­sun í­ að Sjálfstæðisflokkurinn vilji einkavæða heilbrigðiskerfið.

Sem betur fer eru ályktanir flokksins aðgengilegar á netinu. Þar segir nefnilega:

Einkavæðing bankanna hefur sýnt okkur þann kraft sem leysist úr læðingi við það að einkaaðilar taki við rekstri. Nýsköpun og þróunarstarf þessara fyrirtækja hefur skilað þeim góðum árangri bæði hér heima og erlendis. Því­ ber að huga að enn frekari einkavæðingu á öðrum sviðum s.s. á sviði heilbrigðis-, mennta- og orkumála.

Stefna flokksins í­ heilbrigðismálum er alls ekki skýr lengur í­ mí­num huga. Er nema von að maður misskilji hlutina þegar þingmenn Flokksins segja eitt en samþykkt stefna annað?