Neikvæð stjórnarandstaða

Mikið óskaplega virðist minni Samfylkingarfólks vera götótt þegar kvartað er í­ dag undan neikvæðri stjórnarandstöðu. Ólí­kt þeim sem kvarta man ég eftir því­ er Samfylkingin var í­ stjórnarandstöðu. Flokkurinn var nú ekkert allt of jákvæður þá. Annars er það eðli stjórnarandstöðunnar að gagnrýna rí­kisstjórnina þegar tilefni er til. Mér finnst núverandi stjórnarandstaða standa sig ágætlega í­ þeim efnum þó á stundum kunni það að hljóma sem neikvætt nöldur sem það er sjaldnast. Mikilvægasta hlutverk stjórnarandstöðunnar þó að bjóða upp á annan valkost við stjórnun landsins en núverandi rí­kisstjórn. Þar standa Framsókn og Vinstri Græn sig í­ stykkinu. Umkvartanir stuðningsmanna Samfylkinginnar eru að mér sýnist merki um taugaveiklun. Þeir eins og aðrir sjá að flokkurinn virðist ekki ætla að standa undir þeim væntingum sem bundnar voru við hann í­ rí­kisstjórn. í örvæntingu er gripið til þess ráðs að pota í­ stjórnarandstöðuna sem á lí­klega aðeins eftir að eflast að burðum á næstu mánuðum.