KR-ingur á EM

Hrafnkell Kristjánsson og Guðmundur Torfason lýstu leik Portúgala og Tékka á Evrópumótinu í­ knattspyrnu karla í­ dag. ísamt því­ að lýsa því­ sem fram fór á inni á vellinum gerðu þeir skilmerkilega grein fyrir störfum fjórða dómarans* sem er frekar óvenjulegt. Þeir hafa sjálfsagt búist við því­ að íslendingar fylltust þjóðarstolti þegar Portúgalinn Moutinho fór af velli og Meira kom inn á. Þar sást þessi fjórði dómari halda á skiltinu þar sem númerin á leikmönnunum komu fram. Hrafnkell sagði allavega þessa frábæru setningu með í­þróttafréttamannlegri röddu þannig að um mikið afrek virtist vera að ræða: „þetta er örugglega gert hjá Kristni Jakobssyni“. Jú, vissulega örugglega gert en maðurinn hélt nú bara á einu laufléttu skilti og ekki miklir möguleikar á að klúðra því­.

*Fyrir þá sem ekki vita þá er fjórði dómarinn fyrir utan völlinn og sér um eftirlit þar, hefur umsjón með skiptingum o.fl.