í–ldungaráðið

Eirí­kur Guðmundsson er með betri pistlahöfundum landsins. í vikunni flutti hann pistil á Rás 1 sem hann kallaði í–ldungaráðið og fjallaði þar um nýleg afskipti Daví­ðs Oddssonar, Jóns Baldvins Hannibalssonar og Ólafs Ragnars Grí­mssonar af í­slenskum stjórnmálum. Mér finnst hann hitta naglann það skemmtilega á höfuðið að hann verðskuldi að vakin sé athygli á pistlinum á þessari sí­ðu minni. Hann segir m.a.

…nú er svo komið að þjóðin sameinast ekki um annað en eitt: einhvers konar andúð á einum manni, sem neitar að hætta í­ vinnunni sinni, þótt búið sé að reka hann. Sameingartákn þjóðarinnar er maður sem neitar að standa upp úr stólnum sí­num, við höfum hér annan mann í­ hárri stöðu sem hefur ekki við að leiðrétta skrif erlendra blaðamanna, sá þriðji, er afgamall orðinn en með fiðring og vill ólmur verða forsætisráðherra, að minnsta kosti formaður í­ flokki.

ífram heldur hann og segir seinna í­ pistlinum.

…við erum enn að fást við þessa gömlu herra, sem sigldu með hatta út í­ Viðey fyrir löngu, og virðast halda að þeir séu hitt og þetta; við erum enn að fást við Alþýðubandalagsmann sem breyttist í­ fursta, manninn sem innleiddi frjálshyggjuna á íslandi, og náungann sem heldur að hann sé til skiptis De Gaulle og Deng Sjeo Ping!

Hann afgreiðir sí­ðan drauma Jóns Baldvins um formannsembættið í­ Samfylkingunni þegar hann segir…

Jón Baldvin sagðist um helgina ekkert vera gamall miðað við marga aðra – og það er rétt, hjá Jóni! ég hef séð eldri menn en þá Jón Baldvin, Ólaf Ragnar og Daví­ð Oddsson. En enginn þessara gömlu manna hélt að hann væri De Gaulle, Adenauer eða Deng sjeo ping, ekki einu sinni í­ hinsta óráðinu!

Pistilinn í­ heild sinni má lesa hér en þeir sem vilja hlusta á Eirí­k flytja pistilinn ættu að smella hér.