í kaffistofu Pressunnar hefur mönnum borist til eyrna sú skemmtilega saga að til standi að breyta Facebook í áskriftarvef. „Hafa skal það sem skemmtilegra reynist“ er vonandi í hávegum haft á þessari kaffistofu sem og öðrum. Sem unnanda flökkusagna þá hefur saga sem þessi gengið allavega um YouTube, MSN, Hotmail og Yahoo svo ég muni eftir. Sjálfsagt eru síðurnar og forritin mikið fleiri.
En hvað varðar Facebook þá segir Sheryl Sandberg segir t.d. í viðtali við BusinessWeek í apríl fyrr á þessu ári aðspurð hvort til greina komi að rukka fyrir notkun á Facebook:
The answer is no, we are not planning on charging a basic fee for our basic services. Once again, that question stems from people thinking we’re growing so quickly, we’re running out of money. We’re growing really quickly, but we can finance that growth. We’re not going to charge for our basic services.
Skoði menn málið betur þá væri það arfa vitlaus ákvörðun að rukka venjulega notendur fyrir venjulega notkun. íhrifin gætu orðið þau að milljónir manna myndu hætta að nota síðuna sem fær inn tekjur með því að selja auglýsingar, sérsniðnar að hverjum og einum notanda eftir því hvaða orð hann hefur slegið inn á prófílinn sinn. Auglýsendur sjá mikinn hag í þessu fyrirkomulagi eins og það er í dag. Segja það meira að segja vera nánast of gott til að vera satt. Líklegast verður fyrsta skrefið ef farið verður út á þá braut að rukka fyrir notkun að hægt verði að kaupa einhverskonar „premium account“ eins og er í boði á mörgum síðum. Þannig gætirðu keypt þér ákveðin forréttindi á síðunni umfram aðra notendur. En við, litla Gunna og litli Jón ættu að sleppa.