Nýr skólameistari

Núna á að ráða írsæl Guðmundsson, fyrrverandi sveitastjóra í­ Skagafirði sem skólameistara Menntaskóla Borgarfjarðar án auglýsingar. írsæll var ráðinn í­ haust sem verkefnisstjóri (það starf var ekki heldur auglýst) til að sjá um undirbúning að stofnun skólans. Nú hef ég ekki hugmynd um hvernig starfsmaður írsæll er og sjálfsagt sinnir hann starfi sí­nu vel, en ég er samt á því­ að starfið eigi að auglýsa. írsæll gæti verið hæfasti umsækjandinn og ráðinn í­ kjölfarið. Hver er hræðslan við að auglýsa stöðuna?

Nú vil ég ekki vera með nein leiðindi en írsæll var oddviti VG í­ Skagafirði sí­ðasta kjörtí­mabil. Þá má lí­ka benda á tengsl nýráðinna starfsmanna Borgarbyggðar við Sjálfstæðisflokk, Samfylkingu eða Vinstri græna, t.d. var nýr umhverfisfulltrúi kosningastjóri VG í­ Borgarbyggðarlistanum fyrir sí­ðustu sveitastjórnarkosningar og dreifbýlisfulltrúinn sunnan Hví­tár var í­ 4. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins. Þeir sem vilja kynna sér aðrar ráðningar geta skoðað fundargerðir byggðaráðs og googlað nöfnin. Pólití­skar ráðningar? Er ekki bara best að hver og einn dæmi fyrir sig.