En í kvöld lýkur vetri
sérhvers vinnandi manns,
og á morgun skín maísól.
Það er maísólin hans.
Það er maísólin okkar,
okkar einingarbands.
Fyrir þér ber ég fána
þessa framtíðarlands
Skólinn hefur eyðilagt hugtakið þjóð fyrir mér eins og öðrum. Hef sætt mig við að hugtakið hafi verið búið til á tímum upplýsingarinnar. í framhaldinu er þeirri spurningu varpað upp hvort þjóðir geti munað. Tökum sem dæmi afmælishátíð lýðveldisins á Þingvöllum 1994. Hvers var verið að minnast með mullersæfingum í grýttu hrauninu, síldarplani og Maístjörnunni? Muna menn ekki endilega hverju verið er að fagna, en koma samt saman og fagna vegna þess að þeir vita að eitthvað sé þess virði að muna? Hélt einhver að framtíðarlandið væri lýðveldið ísland?