Bush segir aftöku Saddam Hussein vera mikilvægan áfanga í lýðræðisþróun í írak. Hvað er maðurinn að meina? Það að taka mann af lífi sem engin völd hefur haft síðustu ár getur ekki breytt miklu til hins betra. Ef eitthvað er ýfir aftakan bál stríðandi fylkinga þar sem litið verður á hann sem píslavott. Fréttin minnir okkur hinsvegar á að dauðarefsingar eru því miður enn við lýði í heiminum.