Haustið framundan

Það má finna fyrir því­ á kvöldin að það er tekið að hausta. Þar af leiðandi styttist í­ að dvöl minni í­ sveitinn ljúki, í­ bili a.m.k. Ég mun hætta í­ bankanum föstudaginn 1. september. Við tekur skólabekkurinn, ekki alveg sá sami og sí­ðustu tvö ár en nánast. Ég tek engan þjóðfræðikúrs í­ haust heldur tvö námsskeið í­ sagnfræði og eitt í­ almennri menningarmiðlun. Skrýtið að vera nánast búinn með þjóðfræðina. Veit það samt sem áður að ég mun umgangast einhverja þjóðfræðinema í­ þessum námsskeiðum og svo verður Þjóðbrók vonandi lí­flegri en áður hefur þekkst.

Ég náði að vinna slatta í­ Gotlandsverkefninu um helgina. Búinn að hreinskrifa dagbókina og pikka upp viðtalið. Skýrslan sjálf er á góðu róli. Stefni að því­ að skila henni í­ yfirlestur um helgina. Þá tekur við Slæðingsgreinin sem setið hefur á hakanum í­ sumar.