Sáttur

Búinn að kjósa þrisvar sinnum í­ dag. Persónulega er ég nokkuð sáttur með heildar útkomuna. í framboði til formanns voru tveir mjög hæfir frambjóðendur sem erfitt var að gera upp á milli. Það fór að lokum svo að Jón var kjörinn formaður til næstu tveggja ára. Ég hlakka til að sjá hvernig honum tekst upp í­ nýju starfi. Það kom svo sem ekki mikið á óvart að Guðni héldi sí­num stól. Hann hefur staðið sig vel í­ sí­nu og er vinsæll ráðherra. ínægðastur er ég þó með nýjan ritara. Ég þekki Sæunni eftir að hafa unnið með henni innan SUF. Þar er á ferðinni hörkudugleg stelpa sem er algjör vinnuþjarkur. Henni er vel treystandi til þess að leiða það erfiða verkefni að halda utan um innra starf flokksins í­ aðdraganda kosninga. Bjarni Harðarson vinur minn og skólabróðir fékk jafn mörg atkvæði og Halldór ísgrí­msson í­ þeim kosningum. Gaman að því­.

Fyrir þá sem standa utan flokksins lí­tur það kannski þannig út að ritaraembættið sé lí­tið merkilegt. Ég er þeirri túlkun ekki sammála. Ritari Framsóknarflokksins er ábyrgur fyrir innra starfi flokksins sem formaður Landsstjórnar. Það er því­ mikil ábyrgð því­ fylgjandi að gegna embætti ritara.

– – –

Það eru ekki allir sáttir við að ég skrifi um fótbolta. Mér er nokk sama en skal vara við næstu málsgrein fyrir þá sem ekki vilja fylgjast með gengi Aston Villa í­ vetur.

1-1 eru ásættanleg úrslit í­ fyrsta leik gegn sterku liði á útivelli.

3 replies on “Sáttur”

  1. íhugaverð ferilskráin hins nýkjörna formanns.

    Minna til skammar er hann ekki, hjólastóllinn sem skellt var undir fullkomlega heilbrigða manneskjuna sem sóttist eftir kjöri í­ sæti ritara. Ekki var það neinum til stækkunar, að mí­nu mati, en öllum heldur minnkunar, bæði þeim er stólnum ýttu undir stelpuna, flokknum og henni sjálfri.

    Eeeekki töff.

  2. Eflaust er ritaraembættið mjög merkilegt en það er ekki jafn áhrifamikið og formanns- og varaformannsembættið. Sennilega er bara ennþá of mikið af gömlum köllum í­ Framsóknarflokknum.

    Endilega haltu áfram að skrifa um enska boltann, það eru eflaust einhverjir þarna úti sem hafa áhuga á því­ 😉

Comments are closed.