Hlutverk ungliðahreyfinga

Framsóknarflokkurinn hefur treyst ungu fólki til ábyrgðarstarfa, t.d. er Birkir Jón Jónsson yngsti formaður fjárlaganefndar/fjárveitinganefndar frá upphafi. Þriðjungur þingflokks Framsóknarflokksins er á SUF aldri. Ritari flokksins er á SUF aldri. Ámeðan SUF hvetur ungt fólk til að gefa kost á sér á framboðslista fyrir kosningarnar í­ vor heyrist annað hljóð frá Ungum jafnaðarmönnum.

Ungir jafnaðarmenn hvetja ákveðna þingkonu til að bjóða sig fram í­ 1. sætið í­ Suðurkjördæmi. Að ví­su gaf hún það út seinna um daginn að hún ætli að hætta í­ stjórnmálum en skilaboð ungliðahreyfingarinnar eru engu að sí­ður merkileg. Treysta þeir ekki öðrum úr kjördæminu til að leiða listann? Má maður eiga von á því­ að UJ taki afstöðu í­ fleiri kjördæmum? Munu þeir lýsa yfir stuðningi við fleiri sitjandi þingmenn flokksins eða er þingkonan á einhverjum sér samningi?

Ég sé fyrir mér fréttaflutninginn og upphrópanir á bloggsí­ðum ef SUF tæki upp á því­ að lýsa yfir stuðningi við einn frambjóðanda af mörgum í­ prófkjöri eða forvali á næstu dögum. Hvað þá ef viðkomandi væri ekki einu sinni á SUF aldri.

Hér held ég að ungu jafnaðarmennirnir séu eitthvað að misskilja hlutverk sitt eða kannski er ég bara að misskilja hlutverk ungra jafnaðarmanna?

Join the Conversation

  1. Avatar
  2. Avatar

2 Comments

  1. Mér finnst þessi týpa af „upphrópunum á bloggsí­ðum“ alltaf skemmtilegust.

    Þ.e. bloggfærsla sem gengur út á það að ef X hefði gert það sem Y gerði, þá hefði sko einhver bloggað…

    Kveðjur 🙂

  2. „Ég sé fyrir mér fréttaflutninginn og upphrópanir á bloggsí­ðum ef SUF tæki upp á því­ að lýsa yfir stuðningi við einn frambjóðanda af mörgum í­ prófkjöri eða forvali á næstu dögum. Hvað þá ef viðkomandi væri ekki einu sinni á SUF aldri“

    Þessi málsgreinn er alveg dæmigerð fyrir framsóknarflokkinn og gefur manni góða innsýn sjálfsmynd flokksins sem er: Framsóknarflokkurinn er fórnarlamb. Það eru allir vondir við hann.

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *