Dagurinn í­ dag

íratuga hefð er fyrir því­ að stúdentar haldi 1. desember hátí­ðlegan og leggi blómsveig að leiði Jóns Sigurðssonar. Fyrir flesta aðra er dagurinn eins og hver annar vinnudagur. Þegar ég var lí­till var gefið frí­ í­ skólanum. Ekkert svoleiðis á 21. öldinni. Það er miður.

í dag var sem sagt hátí­ðarmálþing á vegum Stúdentaráðs, fulltrúar allra þingflokka komu, forsetinn og rektor. Einmitt vegna þess að þarna höfðu Stúdentar tækifæri til að láta í­ sér heyra var leiðinlegt að mætingin skyldi ekki vera meiri. Blaðamaður Morgunblaðsins taldi tólf manns í­ kirkjugarðinum. Ég skil það að hinn almenni stúdent sé upptekinn við próflestur og verkefnavinnu en hvar voru Stúdentaráðsliðar? Ásvona fund ætti að vera skyldumæting fyrir þá.

Sigurjón Þórðarson, þingmaður Frjálslynda flokksins á orð dagsins: „Þennan dag fyrir um ní­u áratugum sí­ðan þá öðlaðist í­slenska þjóðin sjálfsstæði frá Dönum“. Kannski er sagnfræðikunnátta mí­n á einhverjum villigötum (þá biðst ég afsökunar) en öðluðumst við ekki sjálfstæði frá Dönum 17. júní­ 1944?