Gettu betur nördinn fékk smá sjokk í gær. Þegar ég kíkti á textavarpið í gærkvöldi var búið að draga í fyrstu umferð og FVA ekki með lið í ár. Mikið þykir mér það lélegt. Veit ekki hvað klikkaði en fæ vonandi skýringu á því fljótlega. Undanfarin ár hefur uppistaðan í liðinu verið nemendur annarsstaðar af Vesturlandi en af Skaganum, t.d. úr Borgarfirði og af Mýrunum. Ég hef því fulla trú á að Menntaskóli Borgarfjarðar komi sterkur inn næsta vetur.
Viðureignirnar í fyrstu umferð virðast ekki vera neitt rosalega spennandi. Stóru skólarnir sitja flestir hjá. Þar sem Skaginn er ekki með vonast ég eftir góðu gengi Hvanneyringa sem mæta MH í fyrstu umferð. Kannski verður bara ekkert tilefni til að syngja Gleði, gleði í ár?