Hrós til frúar Þorgerðar

Það er í­ lagi að hrósa menntamálaráðherra stöku sinnum. í dag gefst gott tækifæri til þess þar sem hún birti skýrslu um þörf undirstofnanna ráðuneytisins fyrir rannsóknar- og þjónustuhúsnæði. Alls vantar 17.000 fermetra af „geymsluplássi“ fyrir 13 stofnanir. í skýrslunni er þó ekki metnar þarfir safns RíšV eða Náttúruminjasafns íslands. Þarfir þeirra stofnana verða metnar þegar ný lög hafa verið samþykkt um þær.

Þessir 17.000 fermetrar eru brot af því­ geymsluplássi sem söfn á íslandi þurfa á að halda. Ví­ða, sérstaklega á landsbyggðinni þurfa söfn betri geymsluaðstöðu en fjárskortur og skilningsleysi sveitastjórnarmanna kemur í­ veg fyrir það. Ég hef t.d. lagt það til að reist verði sérhönnuð geymsla fyrir lista- og munasöfn á Vesturlandi í­ Borgarbyggð í­ skýrslu sem ég vann um geymslumál Byggðasafns Borgarfjarðar. Þannig væri hægt að leysa geymsluvanda safnanna og jafnvel gætu söfnin sameinast um að borga laun forvarðar. Sé lí­ka ekkert að því­ að fjargeymslur stórra safna úr Reykjaví­k gætu verið staðsettar þar. í dag er Landsbókasafn-Háskólabókasafn með geymslu í­ Reykholti og til stendur að flytja bátasafn Þjóðminjasafnsins að Eyrarbakka.

Ég hrósa ráðherra fyrir að skilgreina hluta vandans. Hún fær meira hrós ef hún leysir hann.