Það er í lagi að hrósa menntamálaráðherra stöku sinnum. í dag gefst gott tækifæri til þess þar sem hún birti skýrslu um þörf undirstofnanna ráðuneytisins fyrir rannsóknar- og þjónustuhúsnæði. Alls vantar 17.000 fermetra af „geymsluplássi“ fyrir 13 stofnanir. í skýrslunni er þó ekki metnar þarfir safns RíšV eða Náttúruminjasafns íslands. Þarfir þeirra stofnana verða metnar þegar ný lög hafa verið samþykkt um þær.
Þessir 17.000 fermetrar eru brot af því geymsluplássi sem söfn á íslandi þurfa á að halda. Víða, sérstaklega á landsbyggðinni þurfa söfn betri geymsluaðstöðu en fjárskortur og skilningsleysi sveitastjórnarmanna kemur í veg fyrir það. Ég hef t.d. lagt það til að reist verði sérhönnuð geymsla fyrir lista- og munasöfn á Vesturlandi í Borgarbyggð í skýrslu sem ég vann um geymslumál Byggðasafns Borgarfjarðar. Þannig væri hægt að leysa geymsluvanda safnanna og jafnvel gætu söfnin sameinast um að borga laun forvarðar. Sé líka ekkert að því að fjargeymslur stórra safna úr Reykjavík gætu verið staðsettar þar. í dag er Landsbókasafn-Háskólabókasafn með geymslu í Reykholti og til stendur að flytja bátasafn Þjóðminjasafnsins að Eyrarbakka.
Ég hrósa ráðherra fyrir að skilgreina hluta vandans. Hún fær meira hrós ef hún leysir hann.