Röskva vaknar

Þau undur og stórmerki gerðust í­ dag að menntamálanefnd Stúdentaráðs Hí, þar sem sá sem þetta skrifar er áheyrnarfulltrúi, sendi eitthvað frá sér. Nú veit ég ekki hvað gerðist en allir nemendur við Hí fengu póst þar sem tilkynnt er að búið sé að opna aftur próf.is. Pósturinn var sendur út í­ nafni nefndarinnar sem er skrýtið þar sem erindið var aldrei borið undir hana. Það sem fram kemur í­ bréfinu gengur þvert á það sem tilkynnt var á fundi nefndarinnar 15. nóvember þar sem meirihluti Röskvu í­ nefndinni sagðist ekki hafa áhuga á að halda sí­ðunni úti vegna þess að í­ hana færi of mikil vinna. Rétt er að halda því­ til haga að fulltrúar Vöku mótmæltu þessu ekki þarna en hafa gert það seinna.

Hvað skal segja? Kannski bara að batnandi mönnum sé best að lifa.

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *