Að kanna hug

Glöggir aðdáendur mí­nir hafa kannski tekið eftir að ég skipa 17. sæti á lista Framsóknarflokksins til Alþingis í­ Suðvesturkjördæmi. Samkvæmt könnun Fréttablaðsins í­ gær kemst ég ekki inn á þingi. Ég er byrjaður að leita skýringa á því­. Auðvitað er úrtakið allt of lí­tið en annars dettur mér í­ hug að þingmenn kjördæmisins séu of fáir eða of margir listar séu í­ framboði. Hvort tveggja eru mál sem þarf að skoða betur. Burt séð frá því­ þá held ég að margir hefðu gagn af því­ að horfa á þennan þátt með Penn and Teller sem fjallar m.a. um hvernig tölur og kannanir eru notaðar í­ áróðri.

Join the Conversation

 1. Avatar
 2. Avatar

2 Comments

 1. Hæ hæ,
  mikið rétt hjá þér með pælingarnar af hverju þú komist ekki inn 😉
  Held bara að það séu of margir listar í­ frambði he he.
  Þú ert einn frambærilegasti ungi framsóknarmaður sem ég hef hitt þannig
  að þú átt allt inni!

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *