Meira af kvosinni

Þessi skrif Kiddu eru þörf lesning fyrir áhugamenn um VG og ílafosskvosina. Sérstaklega dreg ég út eftirfarandi kafla:

Hann [Karl Tómasson, oddviti VG í­ bæjarstjórn Mosfellsbæjar] taldi það meðal annars fram sem rök að ef öll framkvæmdin yrði sett í­ umhverfismat eins og stungið var upp á yrði það töf og mikill kostnaður fyrir bæjarfélagið. Það vakti áhuga minn að talsmaður umhverfisverndarflokks skuli ekki verðleggja hærra  náttúruna og ómetanlega perlu bæjarins því­ í­ huga margra er ílafosskvos hjarta bæjarfélagsins.

í–ssur álí­ka góðan sprett á sí­nu bloggi:

Ámeðan eru það hinir iðjagrænu vinir okkar í­ VG að taka á sig til skiptis hami Dr. Jekylls og Mr. Hyde í­ verndarmálum. Meðan Dr. Jekyll með glampandi skalla ættaðan af Gunnarsstöðum norður berst einsog vitlaus maður fyrir náttúruvernd á Alþingi er hann með Mr. Hyde með umhverfistagl lafandi úr hnakkagrófinni í­ stóli forseta bæjarstjórnar í­ Mosfellssveit. Þar hamast Mr. Hyde Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs einsog laminn þræll í­haldsins sem hann situr með í­ meirihluta í­ Mosfellsbæ og hafnar á báðar hendur sanngjörnum óskum um umhverfismat á veglagningu um viðkvæmustu svæði sveitarinnar á bökkum Varmár.

Oddviti VG í­ sveitinni er semsagt orðinn umskiptingur og virðist sérstakt kappsmála að eyðuleggja umhverfisperluna sem Varmárbakkar eru og ég flutti um innblásna ræðu í­ Hlégarði 1994 hjá náttúruverndarsamtökum í­ sveitinni. Nöturlega var að lesa um að oddviti VG hefði hí­mt bak við gluggatjöld meðan fólkið mótmælti og þorði ekki að láta sjá sig. Er semsagt nóg að rí­fa kjaft á Alþingi – en leyfa flokknum í­ meirihlutanum í­ Mosfellsbæ að fremja hernað gegn landinu?

One reply on “Meira af kvosinni”

  1. Hér var nafnlaust komment. Sama regla gildir um öll nafnlaus komment sama hvað kemur fram í­ þeim, þeim er öllum eytt. Vilji viðkomandi fá svar við þeim spurningum sem þar komu fram getur sá hinn sami sett kommentið inn aftur undir nafni og ég svara.

Comments are closed.