Meira af kvosinni

Þessi skrif Kiddu eru þörf lesning fyrir áhugamenn um VG og ílafosskvosina. Sérstaklega dreg ég út eftirfarandi kafla:

Hann [Karl Tómasson, oddviti VG í­ bæjarstjórn Mosfellsbæjar] taldi það meðal annars fram sem rök að ef öll framkvæmdin yrði sett í­ umhverfismat eins og stungið var upp á yrði það töf og mikill kostnaður fyrir bæjarfélagið. Það vakti áhuga minn að talsmaður umhverfisverndarflokks skuli ekki verðleggja hærra  náttúruna og ómetanlega perlu bæjarins því­ í­ huga margra er ílafosskvos hjarta bæjarfélagsins.

í–ssur álí­ka góðan sprett á sí­nu bloggi:

Ámeðan eru það hinir iðjagrænu vinir okkar í­ VG að taka á sig til skiptis hami Dr. Jekylls og Mr. Hyde í­ verndarmálum. Meðan Dr. Jekyll með glampandi skalla ættaðan af Gunnarsstöðum norður berst einsog vitlaus maður fyrir náttúruvernd á Alþingi er hann með Mr. Hyde með umhverfistagl lafandi úr hnakkagrófinni í­ stóli forseta bæjarstjórnar í­ Mosfellssveit. Þar hamast Mr. Hyde Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs einsog laminn þræll í­haldsins sem hann situr með í­ meirihluta í­ Mosfellsbæ og hafnar á báðar hendur sanngjörnum óskum um umhverfismat á veglagningu um viðkvæmustu svæði sveitarinnar á bökkum Varmár.

Oddviti VG í­ sveitinni er semsagt orðinn umskiptingur og virðist sérstakt kappsmála að eyðuleggja umhverfisperluna sem Varmárbakkar eru og ég flutti um innblásna ræðu í­ Hlégarði 1994 hjá náttúruverndarsamtökum í­ sveitinni. Nöturlega var að lesa um að oddviti VG hefði hí­mt bak við gluggatjöld meðan fólkið mótmælti og þorði ekki að láta sjá sig. Er semsagt nóg að rí­fa kjaft á Alþingi – en leyfa flokknum í­ meirihlutanum í­ Mosfellsbæ að fremja hernað gegn landinu?