Áheilanum

Ræður Steingrí­ms J. Sigfússonar eru orðnar nokkuð fyrirsjáanlegar. í ræðu sinni á Landsfundi VG um helgina minntist hann 10 sinnum á stjórnarandstöðuna, aldrei nefnir hann þó flokkana þar á nafn. 12 sinnum minnist hann á Sjálfstæðisflokkinn eða í­haldið. Flokkurinn sem átti hug hans allan þegar hann samdi ræðuna var þó Framsókn. Alls nefnir hann flokkinn 21 sinni í­ ræðunni sem er nokkuð merkilegt þar sem hann nefnir þann ágæta flokk jafn oft og sinn eigin flokk. Ég held svei mér þá að Steingrí­m dreymi um samstarf með Framsókn eftir kosningar.