Ræður Steingríms J. Sigfússonar eru orðnar nokkuð fyrirsjáanlegar. í ræðu sinni á Landsfundi VG um helgina minntist hann 10 sinnum á stjórnarandstöðuna, aldrei nefnir hann þó flokkana þar á nafn. 12 sinnum minnist hann á Sjálfstæðisflokkinn eða íhaldið. Flokkurinn sem átti hug hans allan þegar hann samdi ræðuna var þó Framsókn. Alls nefnir hann flokkinn 21 sinni í ræðunni sem er nokkuð merkilegt þar sem hann nefnir þann ágæta flokk jafn oft og sinn eigin flokk. Ég held svei mér þá að Steingrím dreymi um samstarf með Framsókn eftir kosningar.
Comments are closed.
Sæll Eggert.
Ég rambaði inn á bloggið þitt .
Já það verður fróðlegt að sjá hvað VG ætla að selja sig dýrt eftir kosningar kanski enda þeir einsog Kvennalistinn,sem aldrei fór í stjórn.Erum við að sjá söguna endurtaka sig?Það getur verið gott að vera sikkfrí þegar mikið liggur á og halupastingurinn orðinn óbærilegur.Framsóknarflokkurinn hefur þó alltaf farið í mark þó hlaupði hafi verið langt og erfitt.