Afsakið auglýsingar

Ég fletti þremur dagblöðum í­ morgun en fann hvergi auglýsingu frá Samfylkingunni þar sem hún biðst afsökunar á þeim dylgjum sem komu fram í­ auglýsingum þeirra í­ gær. Lí­klega hefur auglýsingin ekki borist í­ tæka tí­ð áður en blöðin fóru í­ prentun. Flokkurinn hlýtur að birta afsökunarbeiðni á morgun, eða ætlar hann annars ekki að biðjast afsökunar á því­ að hafa farið með rangt mál? Eldri borgarar gerðu það þegar í­ ljós kom að ekkert var hæft í­ þeim ásökunum bornar voru á heilbrigðisráðherra.

Það vekur hins vegar athygli mí­na að allir flokkar eru byrjaðir að auglýsa í­ dagblöðum fyrir utan Framsókn og Frjálslynda. Samfylkingin var meir að segja byrjuð að auglýsa á netinu fyrir um mánuði sí­ðan og er komin núna með auglýsingu á flettiskilti á leiðinni út úr Mosó. Kannski er meiri þörf á að auglýsa sig í­ dag en áður þar sem fjölmiðlar virðast hafa meiri áhuga á skoðanakönnunum og viðbrögðum við þeim en málefnalegri umræðu?