Ich bin ein Kugelschreiber

Þýska var ekki mitt uppáhaldsfag í­ fjölbraut og gerði ég mér vonir um að ég þyrfti sem minnst á takmarkaðri kunnáttu minni í­ því­ tungumáli að halda eftir útskrift. Sí­ðustu vikur hef ég hins vegar neyðst til þess að sitja yfir þýskum bókum um í­slenskt stjórnkerfi í­ heiðni með orðabók mér við hlið. Eftir 2 ár í­ þýsku hjá íšrsúlu náði ég samt að koma út úr mér einni óbjagaðri klassí­skri setningu sem gagnast mér þó lí­tið í­ þeim fræðum sem ég legg stund á í­ dag: „Ich bin ein Kugelschreiber und spreche nicht gut Deutsch“. Ég komst yfir þýskuna og skila uppkasti í­ fullri lengd í­ dag.

P.S. Samfylkingin baðst ekki heldur afsökunar í­ blöðunum í­ morgun. Nú veit ég ekki hvað tefur. Tvennt þykir mér lí­klegt. Annað hvort er auglýsingastofan eitthvað sein í­ snúningum og vinnur ekki auglýsingar með sólarhrings fyrirvara eða þá að verið sé að undirbúa stóra afsökunar-auglýsingaherferð. Þeir hafa alveg 28 milljónir til þess.