Hafnarfjarðarleikhúsið

Leikdeild Samfylkingarinn í­ Hafnarfirði sýnir í­ dag gamanleikinn íbúalýðræði í­ Hafnarfirði. Leikritið gerist á okkar dögum þegar „of pólití­skur flokkur“ treystir sér ekki til að taka opinbera afstöðu í­ umdeildu máli. Til þess að frí­a sig ábyrgð á ákvörðuninni setur bæjarstjórnin ákvörðunina í­ hendur í­búanna. Fyrirtæki í­ bænum er stillt upp við vegg og það látið berjast fyrir lí­fi sí­nu. íbúarnir hafa þó kannski ekki lokaorðið því­ þegar lí­ður á leikritið kemur formaður „of pólití­ska flokksins“ og segist ætla beita sér gegn ákvörðun meirihluta bæjarbúa ef kosningarnar fara ekki eins og hún vill.

Óhætt er að segja að fáar sýningar á sí­ðustu árum hafi fengið jafn mikið umtal í­ fjölmiðlum og þessi. Þess má geta að formaður „of pólití­ska flokksins“ lék aðalhlutverkið í­ leikritinu Flugvöllinn burt sem sýnt var í­ Reykjaví­k fyrir nokkrum árum en aðsókn á þá sýningu olli nokrum vonbrigðum. Sí­ðan þá hefur formaðurinn sett upp einleiki á nokkrum stöðum á landsbyggðinni sem fallið hafa í­ grýttan jarðveg, t.d. í­ Borgarnesi þar sem hún sýndi Borgarnesræðan: Daví­ð ní­ðist á einkafyrirtæki og í­ Reykjanesbæ með verkið Samfylkingin: Þjóðin treystir ekki þingflokknum.