Litla lögbrotið mitt

Ég skil vel meiningu laga um frið á helgidögum, þ.e. að bannað sé að trufla helgihald. Ég skil hins vegar ekki hvers vegna bannað er að spila bingó opinberlega á helgidögum. Trúleysingjar vöktu athygli á lögunum í­ gær með því­ að spila bingó á Austurvelli og hafa hvort tveggja fengið hrós og skammir fyrir.

Ég er sammála gagnrýni þeirra trúlausu að einhverju leiti. Máli mí­nu til stuðnings vil ég benda á að í­ fylgiskjölum með frumvarpinu er tekið fram að löglegt er að spila skák og bridds. ítalski leikurinn er hins vegar bannaður. Ég hefði í­ gær getað farið í­ spilakassa út í­ sjoppu og eytt peningum þar. Hvort ætli sé nú fjölskylduvænna spilakassinn eða bingóið? Kannski einhver lögspekingurinn útskýri það fyrir mér seinna hvers vegna bingó er sérstaklega tilgreint sem ólöglegt athæfi. Mig grunar reyndar að ég hafi brotið gömlu lögin um helgidagafrið þegar ég var yngri því­ þessi iðja gat verið bönnuð í­ heimahúsum til 1997. í†tli málið sé ekki fyrnt núna?