4 konur og 3 karlar kynntu í dag stefnu Framsóknar fyrir komandi þingkosningar. Ég bendi sérstaklega á kynjahlutföllin þar sem enginn annar flokkur getur státað af jöfnum hlut karla og kvenna í forystusveit sinni. Af fjölmörgum punktum í stefnunni dreg ég þessa fram.
- ífram verði tryggt jafnrétti til náms.
- Hluta námslána verði breytt í styrk.
- Námslán mæti raunverulegri framfærsluþörf.
- Húsaleigubætur verði hækkaðar.
- Stimpilgjald verði afnumið.
- Lán íbúðalánasjóðs miðist við markaðsverð en ekki brunabótamat.
- Lækka virðisaukaskatt á barnavörum og lyfjum.
- 12 mánaða fæðingarorlof.
- Gjaldfrjáls leikskóli.
- Hafist verði handa við byggingu nýs Náttúrugripasafns.
- Menningartengd ferðaþjónusta verði markvisst byggð upp.
- Nýr sæstrengur verði lagður milli íslands og Evrópu og íslands og Ameríku.
- Þjóðvegi út frá höfuðborginni verði tvöfaldaðir.
- Ný jafnréttislöggjöf sem afnemur skyldu starfsmanns til launaleyndar og jafnar stöðu karla og kvenna í ráðum og nefndum.
- Bæta stöðu þeirra sem skipta um starfsvettvang vegna atvinnumissis eða örorku.
- í boði verði fjölbreytt meðferðarúrræði fyrir unga fíkla.
- Auka áherslu á starf innan stofnana Sameinuðu þjóðanna, t.d. Barnahjálpar SÞ (UNICEF) og Þróunarsjóðs fyrir konur (UNIFEM).
- Fækka ráðuneytum og að ráðherrar gegni ekki jafnframt þingmennsku.
- Að persónukjör aukist við kosningar til Alþingis og sveitarstjórna.