DV pólití­k Helga Seljan

Grí­mulaus árás Helga Seljan, fyrrverandi kosningastjóra Samfylkingarinnar, nú spyrils í­ Kastljósi RíšV á Jóní­nu Bjartmarz er hreint út sagt ótrúleg. í gær hélt hann langa einræðu í­ Kastljósinu þar sem hann fjallar um veitingu rí­kisborgaréttar til tengdadóttur ráðherrans. Ég vona að þjóðin fái að heyra sögu stúlkunnar frá Guatemala. Það verður hún hins vegar að gera þegar henni hentar, ekki í­ tengslum við æsifréttamennsku eða pólití­skar árásir Helga. Allir aðrir nefndarmenn í­ allsherjarnefnd hafa sagt ekkert óeðlilegt vera við málið.

Fjölmiðlar eiga að veita aðhald. Fréttamenn eiga að vera aðgangsharðir. Þeir eiga hins vegar ekki að skálda fréttir eða leyna heimildum sem skipta máli eins og Helgi gerði í­ einræðu sinni í­ gær. Þegar öll kurl eru komin til grafar finnst mér ólí­klegt að kosningastjórinn fyrrverandi starfi mikið lengur hjá RíšV. Ég geri þá kröfu til RíšV að fréttamennska þar sé vönduð. Fréttamennska Kastljóssins minnir einna helst á DV þegar deilurnar um það stóðu sem hæst.

Smá meira um sama mál. Aumkunarverð tilraun Kolbrúnar Halldórsdóttur til að gera málið tortryggilegt varð henni sjálfri til minnkunnar. Allir aðrir nefndarmenn í­ allsherjarnefnd hafa lýst því­ yfir að ekkert óeðlilegt hafi verið við ferli málsins. Hún veit af hverju rí­kisborgararétturinn var veittur. Hún veit hvernig staða kvenna er í­ Guatemala. Birtist hér kvenréttindastefna VG í­Â hnotskurn? í von um að slá pólití­skar keilur er stefnan fokin út í­ veður vind.