3 replies on “Hræsnari dagsins er…”

  1. Ekki kvarta ég yfir þessum auglýsingum, er reyndar nær því­ að fagna þeim, en vil þó benda þér eitt.

    Það að segjast aldrei hafa kosið Framsókn eða vilja flokkinn úr rí­kisstjórn er pólití­sk yfirlýsing. í því­ að gera andstæðingum upp skoðanir og framleiða svo auglýsingar með lyginni felst engin pólití­sk yfirlýsing.

    Reyndar held ég að í–gmundur sé ekki hræsnari frekar en þið. Þið kvörtuðuð illega þegar fólk fór að lýsa pólití­skri afstöðu sinni með því­ að bera merki sem á stóð „Aldrei kaus ég Framsókn“.

    Þessi merki urðu upphaflega til í­ einhverju grí­ni við barmmerkjagerð fyrir kosnigarnar í­ fyrra. Það stóð aldrei til að framleiða neitt magn af þeim en eftirspurnin varð bara svo grí­ðarleg að við höfðum ekki undan við að framleiða þau. Ég skal alveg gangast við því­ að þessi merkjagerð beri með sér einhver einkenni neikvæðar kosningabaráttu en fyrst og fremst var þetta bara brandari sem hitti í­ mark. Auglýsingarnar ykkar eru þessu gjörólí­kar og virðast vera hreinræktuð niðurrifstarfsemi, það er a.m.k. lí­tið um pólití­k í­ þeim.

  2. Er þetta ekki einmitt vandamálið Elli. Það er fyndið þegar þið gerið grí­n að öðrum, en ekki þegar aðrir gera grí­n að ykkur. En annars hló ég nú lí­ka dálí­tið að ,,aldrei kaus ég framsókn“ merkjunum ykkar. Uppáhaldið var samt alltaf,, Halldór í­ herinn og herinn burt!“ Mér fannst það skondið. Og bara svona svo því­ sé haldið til haga að þá er ekkert í­ auglýsingunni okkar sem æðstu menn þí­ns flokks hafa ekki sagt sjálfir.

Comments are closed.