Það getur verið hættulegt að vera í tímum hjá kennara sem hefur viðurnefnið „Hákarlinn“ í fræðaheiminum. Kannski er það ennþá hættulegra ef maður þarf að flytja fyrirlestur hjá honum. Viðurnefnið fær kennarinn einmitt fyrir að hakka fólk í sig eftir fyrirlestra. Ég stökk út í laugina í gær, talaði um „bundin skrímsli í norrænni trú“ og slapp ómeiddur úr lauginni. Ámorgun er síðasti tíminn. Þá tekur við stutt sumarfrí frá námsbókunum.
Þegar ég kom heim beið eftir mér bréf í póstinum þar sem stóð: „Umsókn þín um inngöngu í MA í þjóðfræði við félagsvísindadeild Háskóla íslands hefur verið tekin til umfjöllunar. Það er okkur ánægja að tilkynna, að þér er heimilað að hefja nám á haustmisseri 2007.“