Góðar fréttir

Það getur verið hættulegt að vera í­ tí­mum hjá kennara sem hefur viðurnefnið „Hákarlinn“ í­ fræðaheiminum. Kannski er það ennþá hættulegra ef maður þarf að flytja fyrirlestur hjá honum. Viðurnefnið fær kennarinn einmitt fyrir að hakka fólk í­ sig eftir fyrirlestra. Ég stökk út í­ laugina í­ gær, talaði um „bundin skrí­msli í­ norrænni trú“ og slapp ómeiddur úr lauginni. Ámorgun er sí­ðasti tí­minn. Þá tekur við stutt sumarfrí­ frá námsbókunum.

Þegar ég kom heim beið eftir mér bréf í­ póstinum þar sem stóð: „Umsókn þí­n um inngöngu í­ MA í­ þjóðfræði við félagsví­sindadeild Háskóla íslands hefur verið tekin til umfjöllunar. Það er okkur ánægja að tilkynna, að þér er heimilað að hefja nám á haustmisseri 2007.“

One reply on “Góðar fréttir”

  1. Bara svona for your information þá er nefndur kennari lí­ka og jafnvel enn fremur kölluð the smiling crocodile innan fræðaheimsins.
    Ég er einmitt svo heppin séð hana í­ þeirri aksjón sem þú lýsir hér, – hún byrjar á að gefa eitt eða tvö hrósandi komment og svo kemur eitt örstutt „but“ – ofurlí­til þögn og svo fellur guillotí­nan . . .

    🙂

Comments are closed.