Skotfastur Haukur

Mér heyrist á tóninum á Hauki Ingvarssyni í­ þessum pistli í­ Ví­ðsjá í­ gær að hann sé ekkert allt of sáttur með að Egill Helgason komi til með að stýra bókmenntaþætti í­ Sjónvarpinu næsta vetur. Innan RíšV er nú þegar fullt af fólki sem gæti stýrt slí­kum þætti með góðu móti. Þeir sömu eru örugglega ekki allir sáttir við að gengið skuli framhjá þeim og ráðinn í­ verkið „störnu stjórnmálaskýrandi“, alinn upp utan stofnunarinnar.

Ég hef gaman að því­ að lesa um fagurbókmenntir og fylgjast með umræðum um þær þó ég sé allt of óduglegur við að lesa þannig bækur á meðan ég er í­ skóla. Ég bí­ð því­ spenntur eftir því­ að sjá hvernig maðurinn sem þolir ekki orðið „ljóð“ heldur utan um bókmenntaþátt. En hvað um það, pistillinn er þess virði að hlusta á.