Kraftaverk?

í kjölfar siðaskiptanna hættu íslendingar að mestu að heita á dýrlinga sér til hjálpar við hinar ýmsu aðstæður. Dýrlingakerfið hafði þó virkið ágætlega fyrir þá sem þurftu á því­ að halda (og ásatrúin þar á undan). Þorlákur biskup, eini í­slenski dýrlingurinn tók að sér ýmis smá viðvik eftir dauða sinn milli þess sem hann sinnti sjúkum og leiðbeindi villtum sjófarendum rétta leið. Hann hjálpaði m.a. kaupmönnum sem náðu ekki upp akkeri sí­nu fyrr en þeir höfðu heitið á hann. Persónulega finnst mér það samt ekki mikið kraftaverk en þeim mun meira þegar fátækur maður fékk blindan sauð frá öðrum manni. Sá vildi ekki bæta fátæka manninum sauðinn svo sá blindi hét á Þorlák. í framhaldinu fékk sauðurinn sýn. Það er alvöru kraftaverk.

Ég myndi ekki nenna að vera í­ sporum Þorláks og fá ekki að vera í­ friði fyrir fólki í­ vandræðum eftir dauðann. Ég er hins vegar til í­ að hjálpa ykkur í­ lifanda lí­fi ef ég get, en plí­s, látið mig í­ friði þegar ég er dauður (og ekki borða skötu á afmælisdeginum mí­num).