Blautar einingar

Ég er kominn heim eftir námskeið í­ írósum með 5 einingar í­ farteskinu. Það var merkilega gott að komast burtu frá tölvupósti, bloggi, fréttum og öðru daglegu áreiti í­ hálfan mánuð. Ég hafði hugsað mér að minnast eitthvað á veðrið þar sem það rigndi eitthvað, næstum upp á hvern einasta dag á meðan dvölinni stóð. Rigningin truflaði mig þó lí­tið, varð kannski frekar til þess að meiri tí­mi fór í­ lestur en ella. Ég hætti hins vegar við að tala um rigninguna eftir að hafa skoðað myndirnar sem Maggi tók á Hróarskeldu. Þar var aðeins meiri bleyta. Hann setur þær vonandi fljótlega inn á netið þannig að fleiri geti notið.

Join the Conversation

  1. Avatar
  2. Avatar

2 Comments

  1. Kannski er ég meira að pæla í­ rigningunni eftir að hafa fengið að heyra það í­trekað, bæði á meðan ég var úti og sí­ðan ég kom heim hversu gott veðrið var á íslandi. En til þess að flækja þetta enn frekar þá fór sólin í­ Kaupmannahöfn á mánudaginn mun meira í­ taugarnar á mér en rigningin í­ írósum.

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *