Breytingar

Þjóðsagan segir að blái liturinn komi frá Rangers og sá ví­nrauði frá Hearts. Skosku áhrifanna gætir lí­klega vegna skotanna sem voru í­ áberandi í­ félagsstarfinu á seinni hluta 19. aldar. írið 1886 varð Aston Villa fyrsta liðið í­ Englandi til að eigna sér þessa liti sem West Ham, Burnley og fleiri klúbbar tóku seinna upp. Litirnir verða áfram í­ nýjum Nike búning sem er mun skárri en Hummel búningar sí­ðustu ára.

Derby, Middlesbrough og Aston Villa ákváðu í­ vor að skipta út merkjunum sí­num. Breytingin er lí­klega mest hjá Villa, rendurnar eru farnar en eftir stendur gult ljónið á bláum grunni. Nafnið er horfið úr merkinu. í staðin er skamstöfunin AVFC. FC á að undirstrika að félagið er fyrst og fremst knattspyrnufélag. Stjarnan á að tákna glæsta fortí­ð, ekki sí­st Evrópubikarinn 1982. Merkið er lí­kara því­ sem það var 1957 þegar félagið varð enskur bikarmeistari. Ég er nokkuð sáttur með breytingununa þó ég hefði viljað hafa „Aston Villa“ í­ staðin fyrir „AVFC“.

Sum félög virðast skipta oftar um merki en önnur. Hér að neðan eru nokkur af sí­ðustu merkjum Villa. Lengst til vinstri er merkið frá 1982 þegar liðið varð Evrópumeistari meistaraliða. Hægra megin við það er merkið sem var í­ notkun til ársins 2000. írið 2000 var tekið upp þriðja merkið sem var í­ notkun þangað til í­ maí­ á þessu ári. Nýja merkið er lengst til hægri. En merkið skiptir svo sem ekki öllu máli. Mestu máli skiptir að liðinu gangi vel.

avfc_400.jpg

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *