BTB

Þegar ég sé skammstöfunina BTB hugsa ég ekki um Björgólf Thor Björgólfsson heldur Bifreiða- og trésmí­ðaverkstæði Borgarness sem reyndar lagði upp laupana fyrir þó nokkuð mörgum árum sí­ðan. En þar sem BTB er að kaupa heiminn velti ég því­ fyrir mér hvort hann hafi ekki skoðað BTB húsið. Það stendur meir að segja ekki langt frá pakkhúsinu þar sem langafi hans var með verslun í­ den. Ef einhver veit um ESJ húsið þá má viðkomandi hnippa í­ mig.