Enn af ferjuklúðri

Stjórn SUF samþykkti eftirfarandi ályktun á fundi sí­num í­ gær.

Samband ungra framsóknarmanna harmar það ábyrgðar- og dómgreindarleysi sem ráðherrar Sjálfstæðisflokksins hafa orðið uppví­sir að í­ tengslum við kaup og endurbætur á nýrri Grí­mseyjarferju.

Hundruðum milljóna króna af almannafé hefur verið sóað með slælegri verkstjórn og ákvarðanatöku. íbyrgðin getur aðeins hví­lt á herðum þess ráðherra sem réð ferðinni þegar ákvarðanirnar voru teknar.

Þá hefur fjármálaráðherra orðið uppví­s að því­ að fara á svig við fjárreiðulög í­ málinu og reynir sí­ðan að beita pólití­skum bolabrögðum til að sverta Rí­kisendurskoðun, sem gert hefur alvarlegar athugasemdir við þátt hans í­ málinu. Þessi framkoma fjármálaráðherra er engan veginn sæmandi manni í­ einni af helstu valdastöðum þjóðarinnar.

SUF telur að mál þetta sé með öllu dæmalaust og telur brýnt að farið sé gaumgæfilega yfir tilurð ákvarðanna og himildir eða heimildaleysi sem að baki þeim búa. í því­ skyni telur stjórn SUF rétt að fjárlaganefnd Alþingis hafi frumkvæði að því­ að Alþingi kalli eftir tafarlausri stjórnsýsluúttekt á ráðuneytum samgangna og fjármála.

SUF fordæmir sérstaklega framgöngu viðkomandi ráðherra og krefst þess að þeir axli ábyrgð sí­na í­ þessu máli.

Svo mörg voru þau orð. Ég persónulega vil sí­ðan hvetja fjármálaráðherra og núverandi og fyrrverandi samgönguráðherra til að lesa skýrslu Rí­kisendurskoðunar frá 1993 sem ber það skemmtilega heiti „Stuðningur rí­kisins við ferjur og flóabáta“. íhugaverð lesning sem læra hefði mátt af áður en farið var kaup á ónýtum í­rskum bát.