Hamingjuóskir til Borgfirðinga

Ef þið tókuð ekki eftir því­ þá var Menntaskóli Borgarfjarðar settur í­ fyrsta sinn í­ gær. Fram til þessa hafa nemendur sem ljúka grunnskólum á svæðinu þurft að sækja annað í­ framhaldsskóla, flestir á Akranes en margir farið til Reykjaví­kur. Þeir sem fóru suður snéru margir hverjir ekki aftur heim. Það vantaði því­ tilfinnanlega framhaldsskóla til að tengja saman það menntagap sem skapaðist milli grunn- og háskólamenntunar á svæðinu.

Það hefur verið mjög gaman að fylgjast með uppbyggingu þekkingarstofnanna í­ Borgarfirði á sí­ðustu árum. Um er að ræða sannkallaða stóriðju Borgfirðinga. Viðskiptaháskólinn á Bifröst og Landbúnaðarháskóli íslands á Hvanneyri eru hvort tveggja skólar í­ örum vexti. Þriðja fræðastofnunin á svæðinu er Snorrastofa í­ Reykholti sem sinnir mikilvægu hlutverki í­ miðaldarannsóknum. í þennan hóp bætist svo Menntaskóli Borgarfjarðar auk fjölda smærri stofnanna og fyrirtækja sem vaxa og dafna í­ tengslum við skólana.

Þann 21. september 2005 var umræðan um framhaldsskóla í­ Borgarnesi enn á umræðustigi. Þann dag hélt ungt framsóknarfólk í­ Mýra- og Borgarfjarðarsýslu aðalfund sinn þar sem samþykkt var eftirfarandi ályktun sem fylgt hefur verið eftir þar sem þess hefur verið þörf, á kjördæmisþingum, flokksþingum og í­ samtölum við ráðamenn.

Aðalfundur Félags ungra framsóknarmanna í­ Mýra- og Borgarfjarðarsýslu fagnar þeirri hugmynd rektora Landbúnaðarháskóla íslands og Viðskiptaháskólans á Bifröst að stofnaður verði framhaldsskóli í­ Borgarnesi. Það er í­ fullu samræmi við stefnu Framsóknarflokksins að efla nám á framhaldsskólastigi í­ landinu. Gæta verður þess að skólagjöldum verði stillt í­ hóf og þau verði ekki hærri en í­ öðrum sambærilegum menntastofnunum.

Sjálfur er ég einn af c.a. 150 stofnfjárhöfum í­ Menntaskóla Borgarfjarðar. Ég á að ví­su ekki stóran hlut en sýni þannig táknrænan stuðning við uppbyggingu hins nýja skóla. Þeir sem hafa áhuga á að gerast hluthafar í­ skólanum er bent á heimasí­ðuna www.menntaborg.is. í dag stendur Borgarfjörður svo sannarlega undir nafni sem þekkingarsamfélag og óska ég Borgfirðingum öllum, nær og fjær til hamingju með áfangann.

One reply on “Hamingjuóskir til Borgfirðinga”

Comments are closed.