Gulur ólympí­ukeppandi

Þá get ég strikað það út af „to do“ listanum mí­num að keppa á ólympí­uleikum. Ég keppti í­ spjótkasti og boðhlaupi í­ dag. Það er sem sagt bæjarhátí­ð í­ gangi hér í­ Mosó og þar af leiðandi er hverfið mitt skreytt með gulum blöðrum, borðum, diskum og fánum. Ég horfi hins vegar öfundaraugum yfir í­ næstu götu enda miklu skemmtilegra að segjast eiga heima í­ „rauða hverfinu“ en því­ gula.