Helgin nýttist í rökræður við ungliða annarra stjórnmálaflokka á Þingi unga fólksins. Þar koma fulltrúar ungliðahreyfinga stjórnmálaflokkanna saman og reyna að finna mál sem hægt er að sameinast um. Hver hreyfing fær þar jafnmarga fulltrúa og stjórnmálaflokkur þeirra skipar á Alþingi.
Ég held að ungt framsóknarfólk geti verið ánægt með helgina. Við héldum gott partý þar sem ungliðahreyfingarnar skiptust á gjöfum. Ung vinstri græn gáfu okkur live söng með Svavari Knút þar sem hann söng „Mengum ísland“. Við gáfum ungum jafnaðarmönnum bláa hækju. Jafnaðarmenn gáfu SUS blóm með evruseðli og loks gáfu SUS-arar UVG bók með myndum úr gömlum karlatímaritum þar sem kommúnistaávarpið var uppselt.
SUF var líka áberandi í málefnastarfinu og fékk nánast allt sitt í gegn, þ.á.m. kafla um safnastarf. Ég held að eina stóra málið sem ekki fór í gegn frá okkur var kafli um landbúnaðarmál. Mér var reyndar bent á það af ungum sjálfstæðismanni að skoðanir mínar á landbúnaðarmálum væru barnalegar. Þar hafið þið það. En þingið samþykkti illa unna hrákasmíð frá jafnaðarmönnum í stað okkar tillögu. Sem dæmi um það hversu illa ályktunin var ígrunduð leyndist í henni setningin „það myndi leiða til sveigjanlegri nýtingar bænda á búfénaði“. Hvað var verið að meina???
Þegar maður les svona rugl og að ungir jafnarmenn hafi náð sinn ályktun í gegn í landbúnaðarmálum er sorglegt. Og maður dauð sér eftir því að hafa ekki komist. Ég reindi í fyrra að útskýra fyrir ungum Sjálfstæðismönnum hvernig íslenskur landbúnaður virkar í tæpan klukkutíma, annað hvort voru þeir svona rosalega vitlausir eða vildu ekki skilja það sem við þá er sagt.
en hvar er hægt að lesa ályktanir þingsins í heild?
Ég geri ráð fyrir að þær fari inn á youth.is þegar samráðsnefndin hefur lesið þær yfir og leiðrétt stafsetningu og málfar. Tillagan um landbúnaðarmál var hins vegar samþykkt svona:
ÞUF telur mikla nauðsyn á að landbúnaðarkerfið verði endurskoðað í heild sinni með það að markmiði að draga mjög úr ríkisafskiptum. Afnema skal verndartolla og leggja áherslu á frjáls viðskipti með landbúnaðarvörur. [og hér kom setningin „Það myndi leiða til sveigjanlegri nýtingar bænda á búfénaði og afurðum sínum“ sem var tekin út] Það myndi leiða til lægra vöruverðs til neytenda. Nauðsynlegt er að gera þetta í skrefum til að gera bændum kleyft að aðlaga sig að nýju kerfi. Samhliða lækkun og niðurfellingu styrkja myndu fylgja skattalækkanir að sama skapi. Beinir og óbeinir styrkir til landbúnaðarkerfisins eru á annan tug milljarða króna á ári. Þrátt fyrir þessar háu styrkupphæðir er verð á landbúnaðarafurðum mjög hátt og ekki samkeppnishæft við verð á sambærilegri vöru erlendis frá. Nú er kerfið uppbyggt af óhagstæðum og smáum rekstrareiningum. Nauðsynlegt er að stokka upp í kerfinu og byggja upp hagstæðari rekstrareiningar. Þing unga fólksins vill að styrkir til landbúnaðar verði skornir niður.
Eins og sést þá er tillagan illa ígrunduð og ber þess merki að sá sem hana samdi hafi ekki mikið vit á landbúnaðarmálum. Það er t.d. óþolandi í umræðu um landbúnaðarmál að bændur séu sí og æ gerðir að blórabögglum vegna hás matvælaverðs á íslandi. Bendi annars á þessa grein ef einhver vill lesa sér frekar til: http://www.suf.is/suf/frettir/Default.asp?cat_id=2172&ew_1_a_id=280481