Sveigjanlegri nýting bænda á búfénaði

Helgin nýttist í­ rökræður við ungliða annarra stjórnmálaflokka á Þingi unga fólksins. Þar koma fulltrúar ungliðahreyfinga stjórnmálaflokkanna saman og reyna að finna mál sem hægt er að sameinast um. Hver hreyfing fær þar jafnmarga fulltrúa og stjórnmálaflokkur þeirra skipar á Alþingi.

Ég held að ungt framsóknarfólk geti verið ánægt með helgina. Við héldum gott partý þar sem ungliðahreyfingarnar skiptust á gjöfum. Ung vinstri græn gáfu okkur live söng með Svavari Knút þar sem hann söng „Mengum ísland“. Við gáfum ungum jafnaðarmönnum bláa hækju. Jafnaðarmenn gáfu SUS blóm með evruseðli og loks gáfu SUS-arar UVG bók með myndum úr gömlum karlatí­maritum þar sem kommúnistaávarpið var uppselt.

SUF var lí­ka áberandi í­ málefnastarfinu og fékk nánast allt sitt í­ gegn, þ.á.m. kafla um safnastarf. Ég held að eina stóra málið sem ekki fór í­ gegn frá okkur var kafli um landbúnaðarmál. Mér var reyndar bent á það af ungum sjálfstæðismanni að skoðanir mí­nar á landbúnaðarmálum væru barnalegar. Þar hafið þið það. En þingið samþykkti illa unna hrákasmí­ð frá jafnaðarmönnum í­ stað okkar tillögu. Sem dæmi um það hversu illa ályktunin var í­grunduð leyndist í­ henni setningin „það myndi leiða til sveigjanlegri nýtingar bænda á búfénaði“. Hvað var verið að meina???