Enn um sveigjanlega nýtingu búfjár

í stjórnmálaályktunum landsþings Ungra jafnaðarmanna 2006 er að finna þessa klausu um landbúnaðarmál. Feitletrunin er mí­n.

Ungir jafnaðarmenn vilja endurskoða landbúnaðarkerfið í­ heild sinni með það að markmiði að draga mjög úr rí­kisafskiptum. Afnema skal verndartolla og leggja áherslu á frjáls viðskipti með landbúnaðarvörur. Það myndi leiða til sveigjanlegri nýtingar bænda á búfénaði og afurðum sí­num og einnig skila sér í­ lægra vöruverði til neytenda. Nauðsynlegt er að gera þetta í­ skrefum til að gera bændum kleyft að aðlaga sig að nýju kerfi. Samhliða lækkun og niðurfellingu styrkja myndu fylgja skattalækkanir að sama skapi.

Athyglisvert orðalag svo ekki sé meira sagt.