Mér varð hugsað til þessara orða fyrrverandi borgarstjóra og núverandi seðlabankastjóra á meðan ég horfði á einhverja sorglegustu framistöðu stjórnmálamans í íslensku sjónvarpi í langan tíma í Kastljósi kvöldsins. Ef ég væri almannatengslaráðgjafi Villa myndi ég ráðleggja honum að fara í gott frí á morgun, kannski í nokkur ár. En þar sem ég er það ekki þá vil ég benda honum á að hann er á besta aldri og getur alveg boðið sig fram í næstu borgarstjórnarkosningum. Hvað með það þó hann hafi hagrætt sannleikanum aðeins tvisvar, þrisvar eða oftar. Samstaðan í borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins er víst líka slík þessa dagana að þar styðja allir við bakið á honum.