Þeir sem semja textann í dagskrárkynningum sjónvarpsstöðvanna eru oftast einhverjir snjallir auglýsingasmiðir á þeirra vegum sem vita hvað fer vel ofan í áhorfendunur. Eitthvað segir mér að eftirfarandi tilkynninging sem ég rakst á í Dagskrá vikunnar í morgun sé ekki samin á auglýsingastofu Skjás eins. íhugaverð lesning engu að síður.
„Skjár einn sýnir kl. 20:30 matreiðsluþátt Giödu sem gerir alveg dásamlega hluti við matvöru og kveikir í manni allar tegundir hungurs og í beinu framhaldi af því kl. 21:00 hefst America’s Next Top Model þar sem vannærðar og vansælar stúlkur níða háhælaðan skóinn af hvor annari þar til eingöngu ein stendur eftir. Hjá Giödu sjáum við Rib-Eye steik með rucola salati og grillaðri papriku, kjúklingum piccata, spergilkál og grænar baunir og svo ricotta ost með hunangi og hindberjum. í súpermódelþáttunum verður svo lítið annað en skinn og bein.“
PS. Vonsviknir lesendur síðunnar hafa bent mér á að síðustu tvær fyrirsagnir hafi innihaldið villandi upplýsingar um efnisinnihald færslanna. Einhverjir þeirra ruku til í þeirri veiku von að finna hér jafnvel einhverja nekt. Ritstjórn síðunnar ákvað á fundi sínum í morgun að skipa starfshóp til þess að fara yfir málið frá öllum hliðum og er honum ætlað að skila af sér tillögum til úrbóta fyrir 1. mars 2008.